Fjölbreytt helgihald í Egilsstaðaprestakalli um helgina

Sunnudaginn 15. september hefst sunnudagaskólinn að nýju í Egilsstaðakirkju og verður hann á sínum stað alla sunnudaga kl. 10.30. Að venju er biblíusaga, kirkjubrúður og mikill söngur. Umsjón hefur sr. Þorgeir ásamt Guðnýju, Elísu, Ragnheiði og Aðalheiði að ógleymdum Torvald við flygilinn. Hressingin og litamyndin á sínum stað í lokin.

Á Seyðisfirði er fjölskylduguðsþjónusta á léttum nótum kl. 11 og eru fermingarbörn sérstaklega boðuð ásamt fjölskyldum sínum. Dagskráin hentar öllum aldurshópum. Eftir stundina er kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu. Rusa og kórinn leiða okkur í söng. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.

Á sunnudagskvöldið kl. 20.00 er svo messa í léttum dúr í Egilsstaðakirkju. Prestur er sr. Þorgeir Arason og Øystein Gjerde sér um tónlistina, einnig tekur Róbert Elvar lagið. Stefán Bogi Sveinsson vitnar um trúna og lífið. Meðhjálpari er Hulda Sigurdís Þráinsdóttir. Kaffi eftir messu.

Verið velkomin í kirkju!

Posted on 12/09/2019, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: