Útiguðsþjónusta í Fellum

Kross úr steinumSunnudaginn 5. ágúst kl. 14:
Guðsþjónusta við Hrafnafellsrétt

Almennur söngur við undirleik Drífu Sigurðardóttur. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina. Fáum okkur kaffi saman að lokinni guðsþjónustu, gott að taka með sér kaffi á brúsa. Klæðum okkur eftir veðri.

Hrafnafellsrétt er í suðurenda Hafrafells, ekið er Fjallselsveg og gengið frá skilti við veginn, einnig er fært stærri bílum að réttinni. Hrafnafell er ein af perlum Fljótsdalshéraðs, þar var áður lögrétt Fellamanna, Hrafnafellsrétt, þar sem hlaðið hefur verið grjóti í báða enda á djúpri geil sem klettarnir mynda.

hrafnafell
Hrafnafellsrétt. Mynd tekin af síðunni visitegilsstadir.is

Komum saman og nærumst af sköpunarverki og orði Guðs.

Þú ert Guð sem gefur lífið,
góða jörð og nótt og dag.
Þér til dýrðar syngjum saman
sólarljóð og þakkarbrag.

Undir blessun þinni búa
blóm og dýr og allt sem er.
Lífsins undur okkur gleðja,
yndisleg úr hendi þér.

Guð, sem færir fólki jarðar
frelsi, gleði, brauð og hlíf,
þakklát börn þín syngja saman
sólarljóð um eilíft líf.
(Sb 704. Jón Ragnarsson)

Posted on 01/08/2018, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: