Klyppstaðarkirkja í Loðmundarfirði: Árleg sumarmessa sunnudaginn 15. júlí kl. 14

Árleg sumarmessa í Klyppstaðarkirkju verður sunnudaginn 15. júlí kl 14. 

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Bakkasystur leiða almennan safnaðarsöng við undirleik Jóns Ólafs Sigurðssonar.
Eftir messu er boðið upp á kaffi og meðlæti í skála ferðafélags Fljótsdalshéraðs.

Ath! Það þarf að áætla um 1,5 klst. akstur frá Borgarfirði eystra. Vegurinn er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum.

Klyppstaðarkirkja

Klyppstaðarkirkja (Mynd Magnús R. Jónsson)

Messan á Klyppstað hefur að jafnaði verið vel sótt af ferðafólki og úr nágrannabyggðum.  Kirkjan á Klyppstað er látlaus og formfögur timburkirkja, reist árið 1895. Yfirsmiður var Jón Baldvin Jóhannesson, bóndi í Stakkahlíð. Prestur sat á Klyppstað til ársins 1888. Eftir Klyppstaður altari 2það var staðnum þjónað frá Dvergasteini og síðar Seyðisfirði. Kirkjan er friðað hús og hefur ekki verið afhelguð. Fyrri hluta 20. aldar var blómleg byggð í Loðmundarfirði. Um aldamótin 1900 voru þar 87 íbúar. Klyppstaður fór í eyði 1962 og önnur byggð í Loðmundarfirði lagðist af upp úr 1970. Kirkjan stendur enn og voru miklar endurbætur gerðar á henni á árunum 1976-1986 og árið 1990 var hún friðuð. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs tók kirkjuna undir sinn verndarvæng árið 2010 og var hún máluð að utan það sumar.

Verið velkomin til messu!

Posted on 09/07/2018, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: