Fjölskyldumessa og heimsókn frá Finnlandi
Sunnudagsmorguninn 15. október verður barna- og fjölskyldumessa í Egilsstaðakirkju kl. 10:30. Barnakór kirkjunnar syngur, sunnudagaskólinn tekur virkan þátt og hugleiðing dagsins verður með aðstoð leyniteikningar og þeirra félaga, Mýslu og Rebba. Hressing eftir stundina og litamynd fyrir börnin. Sr. Þorgeir leiðir stundina ásamt leiðtogum barnastarfsins og organisti og barnakórstjóri er Torvald Gjerde. Allir velkomnir.
Á sunnudagskvöldið, 15. okt. kl. 20:00, verður svo samvera í Safnaðarheimilinu (Hörgsási 4). Þar mun Mailis Junatuinen tala út frá Guðs orði. Mailis er frá Finnlandi en hún hefur verið kristniboði í Japan um árabil og hefur mikið hjarta fyrir biblíuleshópum. Hún er stödd hér á landi í boði Kristniboðssambandsins. Kaffiveitingar verða að samveru lokinni og í framhaldinu er ætlunin að bjóða upp á biblíuleshóp sem myndi hittast vikulega fram á aðventu. Allir velkomnir.
Posted on 11/10/2017, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0