Barna- og æskulýðsstarf Egilsstaðakirkju

Sunnudagaskólinn er farinn af stað aftur eftir sumarfrí og er alla sunnudaga kl. 10:30 í kirkjunni. Þar er alltaf líflegur söngur, kirkjuleikfimi, sögur og brúður, litamynd og hressing í lokin.

Stjörnustund fyrir krakka í 1.-4. bekk hefst 11. september og er alla mánudaga kl. 17:00-18:30. Athugið að Stjörnustundin verður núna í Safnaðarheimilinu. Fjölbreytt dagskrá í vetur, m.a. leikir, föndur, spil, kókoskúlugerð, Asíufundur o.fl. spennandi. Ókeypis!

TTT- Listasmiðja fyrir krakka í 5.-7. bekk hefst 18. september og verður mánudaga kl. 15:30-17:00 í fjórar vikur (18. sept. – 9. okt.). Í boði er myndlist, leirvinna, föndur o.fl. Verð: 1.500 kr. (efniskostnaður). Umsjón hafa Ásta Sigfúsdóttir myndlistarmaður og prestarnir.

BÍBÍ – Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.-10. bekk hefst 12. september og verður á þriðjudagskvöldum kl. 20:00-22:00. Sr. Sigríður Rún hefur umsjón með starfinu. Fjölbreytt starf, m.a. ferð á Landsmót ÆSKÞ á Selfossi 20.-22. október.

Ekki er þörf á að skrá þátttakendur fyrirfram í neitt starfið, nóg að mæta á staðinn.

Posted on 11/09/2017, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: