Sunnudagaskóli og messa í Egilsstaðakirkju 12. mars
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í Egilsstaðakirkju kl. 10:30.
Söngur og brúður, Nebbanú myndband og við heyrum einnig um miskunnsama Samverjann.
Ávextir í lokin.
Verið velkomin!
Messa kl. 18
Jesús spurði hann: „Hvað vilt þú að ég geri fyrir þig?“ (Mark 10.51)
12. mars er annar sunnudagur í föstu, reminiscere. Guðspjall dagsins segir frá Bartímeusi hinum blinda sem ákallaði Drottin og bað hann að miskunna sér.
Kór Egilsstaðakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Torvald Gjerde. Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir. Meðhjálpari Ásta Sigfúsdóttir.
Molakaffi eftir messuna.
Verið velkomin í messu.
Kl. 17 er guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Dyngju.
Posted on 09/03/2017, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0