Þingmúlakirkja – Aðventu- og afmælishátíð

 

Þingmúlakirkja

Þingmúlakirkja

Laugardaginn 3. desember kl. 14:00 (ath. tímann) fer sameiginleg aðventuhátíð Vallanes- og Þingmúlasókna fram í Þingmúlakirkju. Jafnframt er haldið upp á 130 ára afmæli kirkjunnar. Að lokinni samverustund í kirkjunni býður sóknarnefnd í afmæliskaffi í félagsheimilinu á Arnhólsstöðum.

Kirkja hefur lengi staðið að Þingmúla, undir Múlakolli í Skriðdal. Eins og nafnið gefur til kynna var þar þingstaður fyrr á öldum og Múlasýslur draga nafn sitt af staðnum. Úr sögu staðarins má nefna að einn austfirsku skáldprestanna þjónaði þar, sr. Bjarni Gissurarson (d. 1712).  Núverandi kirkja í Þingmúla var vígð fyrsta sunnudag í aðventu árið 1886 af þáverandi sóknarpresti, sr. Páli Pálssyni, en sr. Páll var þekktur fyrir brautryðjandastarf sitt við kennslu heyrnarlausra. Við athöfnina í kirkjunni á laugardag mun sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, fv. sóknarprestur, segja frá aðstæðum fólks við byggingu kirkjunnar.

Fjölbreytt og jólaleg tónlistaratriði verða flutt bæði í kirkjunni og kaffinu á laugardaginn. Þær Ragnhildur Elín, Soffía Mjöll og Sara Lind koma fram, svo og hópur ungra stúlkna í söngnámi. Védís Klara Þórðardóttir syngur einsöng. Kór Vallaness og Þingmúla syngur og leiðir almennan söng. Organisti og kórstjóri er Torvald Gjerde.

Allir hjartanlega velkomnir! -Sóknarprestur og sóknarnefnd Þingmúlasóknar

Posted on 29/11/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: