Taize-messa og sunnudagskóli á Seyðisfirði 30. október
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í kirkjunni kl. 11. Biblíusaga, Rebbi og Vaka og mikill söngur. Umsjón hefur Arna Magnúsdóttir ásamt aðstoðarleiðtogum.
Djús og ávextir í safnaðarheimili eftir stundina.
Taize-messa kl 20. Kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Tryggvi Hermannsson. Í messunni minnumst við þeirra og biðjum fyrir þeim sem hafa
látist og þjást vegna stríðsátakana í Sýrlandi. Alla vikuna er kirkjuklukkunum hringt kl 17, til að sýna fólkinu í Aleppo samkennd og virðingu og vekja athygli á ástandinu þar.
Það er Jóhann Grétar Einarsson, sóknarnefndarformaður og meðhjálpari sem byrjar en ýmsir aðilar í samfélaginu vilja leggja málefninu lið og hringja klukkunum.
Posted on 23/10/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0