Klyppstaðarkirkja í Loðmundarfirði
Árleg sumarmessa í Klyppstaðarkirkju verður sunnudaginn 17. júlí kl 14. Félagar úr Kór Seyðisfjarðarkirkju leiða almennan safnaðarsöng. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjóna.
Eftir messu er boðið upp á kaffi og meðlæti í skála ferðafélags Fljótsdalshéraðs.
Ath! Það þarf að áætla um 1,5 klst. akstur frá Borgarfirði eystra. Vegurinn er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum.
Messan á Klyppstað hefur að jafnaði verið vel sótt af ferðafólki og úr nágrannabyggðum. Klyppstaðarkirkja var reist árið 1895, en prestur sat þar til ársins 1888. Eftir það var staðnum þjónað frá Dvergasteini og síðar Seyðisfirði. Kirkjan er friðað hús og hefur ekki verið afhelguð. Fyrri hluta 20. aldar var blómleg byggð í Loðmundarfirði. Um aldamótin 1900 voru þar 87 íbúar

Klyppstaðarkirkja
Posted on 07/07/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0