Sumardagurinn fyrsti, 21. apríl
Samkirkjuleg bænaganga verður á sínum stað á fyrsta sumarmorgni (21. apríl) á Egilsstöðum líkt og víða um landið. Útvarpsstöðin Lindin stendur að göngunni og markmið hennar er að kristið fólk um allt land heilsi sumri með því að ganga um sitt nærsamfélag og sameinast í bæn fyrir þjóðinni. Á Egilsstöðum verður að vanda safnast saman kl. 9:30 við sviðið í Tjarnargarðinum. Gengið verður frá safnahúsinu, Tjarnarbrautina á enda framhjá sundlauginni, framhjá Norðurtúninu, þá framhjá tröðunum, skógunum, og aftur niður í Tjarnargarð. Þar fáum við okkur kakó og kex áður en við hlaupum glöð á brott inn í sumarið.
Messa í Egilsstaðakirkju sama dag, 21. apríl, kl. 14:00. Þar verður fermd Ásdís Hvönn Jónsdóttir. Prestur er Þorgeir Arason, organisti Torvald Gjerde, Kór Egilsstaðakirkju syngur og meðhjálpari er Þórdís Kristvinsdóttir. Allir velkomnir til kirkju jafnt sem í bænagönguna.
Posted on 19/04/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0