Klyppstaðarkirkja í Loðmundarfirði

Klyppstaðarkirkja

Klyppstaðarkirkja (Mynd: Magnús R. Jónsson)

Árleg messa í Klyppsstaðarkirkju í Loðmundarfirði fer að þessu sinni fram sunnudaginn 19. júlí kl. 14:00. Þangað eru allir velkomnir.

Athugið að til kirkjunnar þarf að áætla um 1,5 klst. akstur frá Borgarfirði eystra. Vegurinn er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum.

Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Vigfúsi I. Ingvarssyni. Félagar úr Kór Seyðisfjarðarkirkju leiða almennan söng. Meðhjálpari er Kristjana Björnsdóttir.
Kirkjukaffi drukkið í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs.
Ferðafélagið stendur í tengslum við messuna fyrir kirkjuferð eldri borgara á Klyppstað í leiðsögn sr. Vigfúsar. Sjá nánar hér á vef félagsins.

Kirkjan á Klyppstað í Loðmundarfirði er látlaus og formfögur timburkirkja, reist árið 1895. Yfirsmiður var Jón Baldvin Jóhannesson, bóndi í Stakkahlíð.

Klyppstaður fór í eyði 1962 og önnur byggð í Loðmundarfirði lagðist af upp úr 1970. Kirkjan stendur enn og voru miklar endurbætur gerðar á henni á árunum 1976-1986 og árið 1990 var hún friðuð. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs tók kirkjuna undir sinn verndarvæng árið 2010 og var hún máluð að utan það sumar.

Posted on 14/07/2015, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: