Klyppstaðarkirkja í Loðmundarfirði
Árleg messa í Klyppsstaðarkirkju í Loðmundarfirði fer að þessu sinni fram sunnudaginn 19. júlí kl. 14:00. Þangað eru allir velkomnir.
Athugið að til kirkjunnar þarf að áætla um 1,5 klst. akstur frá Borgarfirði eystra. Vegurinn er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum.
Kirkjan á Klyppstað í Loðmundarfirði er látlaus og formfögur timburkirkja, reist árið 1895. Yfirsmiður var Jón Baldvin Jóhannesson, bóndi í Stakkahlíð.
Klyppstaður fór í eyði 1962 og önnur byggð í Loðmundarfirði lagðist af upp úr 1970. Kirkjan stendur enn og voru miklar endurbætur gerðar á henni á árunum 1976-1986 og árið 1990 var hún friðuð. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs tók kirkjuna undir sinn verndarvæng árið 2010 og var hún máluð að utan það sumar.
Posted on 14/07/2015, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0