Síðustu tónlistarstundir sumarsins

Vallaneskirkja
Nú eru tvær tónlistarstundir eftir þetta sumarið af hinni metnaðarfullu röð stuttra sumartónleika sem Torvald Gjerde stýrir í Egilsstaða- og Vallaneskirkjum:
2. júlí í Egilsstaðakirkju kl. 20.00
Björgvin gítarkvartett frá Noregi
Öystein Magnús Gjerde frá Fellabæ er einn þeirra
5. júlí í Vallaneskirkju kl. 20.00
Erla Dóra Vogler frá Egilsstöðum, mezzósópran
Torvald Gjerde, organisti, harmoníum/harmonikka
Aðgangseyrir er kr. 1.500 og kr. 1.000 fyrir nema, öryrkja og eldri borgara, athugið enginn posi á staðnum.
Tónlistarstundirnar 2015 njóta stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands og viðkomandi kirkna.
Posted on 02/07/2015, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0