Category Archives: Uncategorized

Aðventukvöld í Skriðdal

Aðventukvöld Þingmúla- og Vallanessókna verður haldið á félagsheimilinu Arnhólsstöðum í Skriðdal mánudaginn 15. desember kl. 19:00 (ath. tímann).

Kór Vallaness og Þingmúla syngur fyrir okkur aðventu- og jólalög og leiðir almennan söng undir stjórn Sándors Kerekes organista. Íris Randversdóttir leikles jólasöguna „Fyrsta kraftaverkið“ í eigin þýðingu. Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina og flytur stutta hugvekju. Kaffiveitingar. Komum og eigum gott samfélag á Arnhólsstöðum í aðdraganda hátíðar!

Helgihald 14. desember

14. desember, þriðji sunnudagur í aðventu:

Sunnudagaskóli í Egilsstaðakirkju kl. 10:30. Lokastund sunnudagaskólans fyrir jól.

Aðventuguðsþjónusta á Dyngju kl. 17.00. Sr. Þorgeir Arason, Kór Egilsstaðakirkju og Sándor Kerekes organisti.

Óskalagamessa í Egilsstaðakirkju kl. 20:00. Við ætlum að syngja mikið saman í þessari messu og þau sem koma til kirkju velja af löngum lista hvaða sálma og lög aðventunnar og jólanna verða fyrir valinu. Ef þú saknar þess að heyra/syngja uppáhaldsaðventu- eða jólasálminn þinn, eða vilt vera viss um að geta sungið hann, þá er tækifærið núna! Félagar úr Kór Egilsstaðakirkju leiða sönginn, Sándor Kerekes organisti verður við hljóðfærið. Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina og flytur stutta hugvekju. Máltíð Drottins. Meðhjálpari er Guðrún María Þórðardóttir. Kvöldsopi eftir messu.

Aðventukvöldi í Bakkagerðiskirkju frestað vegna veðurs

Aðventukvöldinu sem vera átti í Bakkagerðiskirkju í kvöld, 11. desember, er frestað vegna veðurs.

Ath! Aðventukvöldinu á Kirkjubæ frestað

Vegna fljúgandi hálku og veðurútlits er aðventukvöldinu sem vera átti í Kirkjubæjarkirkju í kvöld, þriðjudaginn 2. desember, frestað.

Helgihald á fyrsta sunnudegi í aðventu

Það er nóg um að vera í Egilsstaðaprestakalli 30. nóvember á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Í Egilsstaðakirkju verður Aðventustund fjölskyldunnar kl. 10:30 og í Seyðisfjarðarkirkju verður sunnudagaskóli kl. 11:00.

Í Eiðakirkju verður svo Aðventusamvera kl. 15:00.

Í Seyðisfjarðarkirkju verður svo kvöldmessa kl. 20:00

Velkomin!

Helgihald 23. nóvember

EGILSSTAÐAKIRKJA – Sunnudagurinn 23. nóvember: Sunnudagaskólinn kl. 10:30. Messa kl. 20:00. Sr. Sveinbjörn Dagnýjarson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Söngnemar frá tónlistarskólunum, þær Ásdís S. Björnsdóttir, Eygló Daníelsdóttir og Halla Helgadóttir syngja einsöng. Meðhjálpari Guðrún María Þórðardóttir. Fermingarbörn aðstoða við stundina. Kvöldsopi í lokin. Verið innilega velkomin í kirkju. – Guðsþjónusta á Dyngju kl. 17.00 sama dag. (Myndina af kirkjunni tók Unnar Erlingsson.)

SEYÐISFJARÐARKIRKJA – Sunnudagaskólinn sama dag kl. 11:00.

Helgihald 16. nóvember

Sunnudagaskólinn í Egilsstaðakirkju á er á sínum stað kl. 10:30.

TTT-starf Egilsstaðakirkju! (Ókeypis að vanda)

Útför Ragnheiðar Völu Bjarnadóttur


Útför Ragnheiðar Völu Bjarnadóttur verður gerð frá Egilsstaðakirkju á morgun, þriðjudaginn 11. nóvember, og hefst athöfnin kl. 14:00.

Hlekk á streymi frá útförinni er að finna hér

Útför Magnúsar Sigurðssonar

Útför Magnúsar Sigurðssonar verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag, laugardaginn 8. nóvember, og hefst athöfnin kl. 13:00. Hlekk á streymi frá útförinni er að finna hér.