Vorhátíð barnastarfsins á Egilsstöðum og Fellum

Vorhátíð barnastarfsins á Egilsstöðum og í Fellabæ fór fram í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum síðastliðinn sunnudag og góðu vetrarstarfi fagnað! Þar komu saman krakkar og foreldrar úr sunnudagaskólanum, stjörnustund og TTT og áttu frábæra stund sem byrjaði á súper sunnudagaskóla með tónlistaratriðum, leikþætti, brúðuleikhúsi og miklum söng.
Eftir það var boðið upp á grillaðar pylsur með alvöru sinnepi (fyrir hin fullorðnu auðvitað) og svo voru leikir utan húss og innan.
Einnig var boðið upp á andlitsmálningu og vandað föndur, eins og þetta skírnartré, þar sem krakkar í starfinu fá að setja laufblöð með nöfnum sínum á greinar trésins.
Gleðilegt sumar!
Posted on 08/05/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0