Konudagur í Egilsstaðakirkju

Við fögnum konudeginum í Egilsstaðakirkju með gleðilegri guðsþjónustu kl. 20. Við njótum fagurra tóna Héraðsdætra undir stjórn Drífu Sigurðardóttur við undirleik Sándors Kerekes og sr. Kristín íhugar blessunarboðskap Biblíunnar um fegurð og frelsi sem stendur okkur öllum til boða.

Eftir stundina verður vöfflukaffi í umsjón æskulýðsfélagsins Bíbí sem er í fjáröflun fyrir sitt mikilvæga og skemmtilega starf. Allir að mæta með upprúllaða 500 kalla í vasanum!

Verum innilega velkomin í kirkjuna okkar að kvöldi 19. febrúar.

Svo er SUNNUDAGASKÓLINN að sjálfsögðu á sínum stað kl. 10.30 í safnaðarheimilinu, þar taka sr. Þorgeir, Sándor og umsjónarfólkið vel á móti öllum krökkum og vinum þeirra.

Posted on 14/02/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: