Aðventustund fjölskyldunnar 27. nóvember kl. 10.30
Það er gott að marka uppaf aðventunnar og jólaundirbúnings með því að koma til kirkju og eiga saman nærandi og skemmtilega stund. Á fyrsta sunnudegi í aðventu syngjum við fallega sálma og tendrum fyrsta ljósið á aðventukransinum. Barnakórinn leiðir nokkra söngva undir stjórn Sándors Kerekes sem þjónar ásamt sr. Kristínu.
Þá fáum við góðan gest en það er Ágústa Ósk Jónsdóttir, sem ætlar að bregða sér í sögustólinn og svara nokkrum spurningum hvernig aðventan var í gamla daga!
Verum innilega velkomin í Egilsstaðakirkju í byrjun aðventu!

Posted on 24/11/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0