Sorgin og jólin – samvera með fyrirlestri 24. nóvember

Jólin eru magnaður og tilfinningaþrunginn tími. Um jólin og í aðdraganda þeirra gera alls konar minningar og söknuður vart við sig, hvort sem við viljum eða ekki. Um jólin söknum við þeirra sem voru með okkur en eru það ekki lengur. Hvernig getum við brugðist við því og hvernig getum við hlúð að minningum – og okkur sjálfum – á þessum sérstaka tíma?

Við bjóðum til samveru um sorg og missi í nánd jólahátíðarinnar í Kirkjuselinu Fellabæ, fimmtudagskvöldið 24. nóvember kl. 20. Sr. Hjalti Jón Sverrisson, sjúkrahúsprestur, flytur erindi um nærveru sorgarinnar um jólin. Þangað eru sérstaklega velkomin öll þau sem kljást við tilfinningar sorgar og missis á þessum jólum.

Á stundinni mun Ína Berglind Guðmundsdóttir syngja og leika á gítar, eigin verk og annarra. Boðið verður upp á kaffi, konfekt og spjall í lok stundar. Verið innilega velkomin.

Posted on 12/11/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: