Barnastarfið hefst að nýju
Barnastarfið í Egilsstaðakirkju og Kirkjuselinu Fellabæ vorið 2021
Stjörnustund
Stjörnustund er kristið frístundastarf fyrir börn í 1.-4. bekk. Í hverri viku bröllum við eitthvað skemmtilegt, leikir, föndur og fleira, helgistund með söng og biblíusögu er fastur liður. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar.
Safnaðarheimilinu Hörgsási 4
Samverur alla mánudaga kl. 16:00-17:00. Umsjón Berglind Hönnudóttir. Sími og netfang: 773 3373 og berglind.honnudottir@kirkjan.is.
Kirkjuselinu Fellabæ
Samverur alla þriðjudaga 15:00-16:00 fyrir 1.-4. bekk. Umsjón hefur Ólöf Margrét Snorradótir. Sími og netfang: 6623198 og olof.snorradottir@kirkjan.is.
TTT – tíu til tólf
TTT er kristið frístundastarf fyrir 10 til tólf ára. Leikir, föndur og fleira ásamt helgistund. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu nema annað sé auglýst sérstaklega. Hressing í upphafi hvers fundar.
Safnaðarheimilinu Hörgsási 4
Samverur alla mánudaga kl. 17:30-18:30. Umsjón Berglind Hönnudóttir. Sími og netfang: 773 3373 og berglind.honnudottir@kirkjan.is.
Kirkjuselinu Fellabæ
Samverur alla þriðjudaga 16:30-17:30 fyrir 1.-4. bekk. Umsjón hefur Ólöf Margrét Snorradótir. Sími og netfang: 6623198 og olof.snorradottir@kirkjan.is.
Barnakór Egilsstaðakirkju
fyrir söngelska krakka í 3.-7. bekk. Stjórnandi: Torvald Gjerde. Ekkert þátttökugjald.
Æfingar á fimmtudögum kl. 15:00-16:00 í Egilsstaðakirkju.
Bíbí – æskulýðsfélag kirkjunnar á Héraði
hittist í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á þriðjudögum kl. 20:00. Umsjón Berglind Hönnudóttir.
Nánari upplýsingar í Facebook-hóp Bíbí.
Sunnudagaskólinn er ekki starfandi vegna samkomutakmarkana.
Posted on 11/01/2021, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0