Annar sunnudagur í aðventu

Valþjófsstaðarkirkja
Aðventukvöld 8. desember kl. 20.
Stefán Þórarinsson læknir flytur hugleiðingu, Kór Valþjófsstaðarkirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng, Einar Sveinn Friðriksson syngur einsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson, sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.
Aðventukaffi í Gistihúsinu Hengifoss við Végarð að dagskrá lokinni.
Verið velkomin!
Egilsstaðakirkja
Sunnudagaskóli kl. 10:30. Síðasta samvera fyrir jól – heitt súkkulaði og piparkökur.
Aðventuhátíð Egilsstaðakirkju kl. 18:00. Barnakórinn, kirkjukórinn og Liljurnar syngja. Ræðumaður Björg Björnsdóttir. Ljósaþáttur fermingarbarna. Sr. Þorgeir Arason.
Seyðisfjarðarkirkja
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Jólastund sunnudagaskólans– heitt kakó og smákökur eftir stundina.
Aðventuhátíð Seyðisfjarðarkirkju kl. 18:00. Barnakór Seyðisfjarðarkirkju ásamt Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur, stjórnandi og organisti Rusa Petriashvili. Sonia Stefánsson segir frá æskujólum og jólahefðum í Miami þegar hún var að alast upp. Fermingarbörn eru með ljósaþátt. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.
Posted on 03/12/2019, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0