Landsmót ÆSKÞ á Egilsstöðum!

Screen-Shot-2018-09-10-at-11.17.36-320x202Landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) fer fram á Egilsstöðum helgina 26.-28. október. Erum við stoltir gestgjafar mótsins og þess fullviss að heimamenn taki vel á móti þeim tæplega 300 ungmennum og leiðtogum sem sækja landsmótið, sem ber að þessu sinni yfirskriftina Leikandi Landsmót. Nánar má lesa um dagskrá mótsins hér.

Mótinu lýkur með æskulýðsmessu í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 28. október kl. 10:30. Hún verður með óhefðbundnu sniði og þangað eru allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Heimaprestar og vígslubiskup leiða stundina, en hljómsveit undir stjórn Hjalta Jóns Sverrissonar annast tónlistina.

Sunnudagaskólinn verður að þessu sinni í Safnaðarheimilinu (Hörgsás 4, gult hús) kl. 10:30. Ástríður, Guðný, Elísa og Torvald leiða stundina og Rebbi refur ratar vonandi í Safnaðarheimilið!

Posted on 25/10/2018, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: