Tólf sporin – andlegt ferðalag: Opinn kynningarfundur mánudagskvöldin 1. október kl. 20 og 8. október kl. 20.
Egilsstaðakirkja býður í vetur upp á sjálfstyrkingarnámskeiðið
Tólf sporin – andlegt ferðalag.
Tólf spora vinna hentar öllum þeim
sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar
í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu þar sem leitað er styrks í kristinni trú.
Opnir kynningarfundir verða í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4, mánudagana 1. og 8. október kl. 20.
Þar gefst færi á að kynna sér í hverju tólf spora vinnan felst.
Á þriðja fundinum þann 15. október verður hópunum lokað og sporavinnan hefst en hún fer fram í litlum hópum sem hittast vikulega.
Unnið er með bókina Tólf sporin – andlegt ferðalag.
Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Vinir í bata er hópur fólks sem hefur tileinkað sér tólf sporin sem lífstíl. Á heimasíðu þeirra má finna frekari upplýsingar um tólf sporin sem og lesa reynslusögu margra sem eru á hinu andlega ferðalagi sem tólf sporin eru.
Verið velkomin til að kynna ykkur hvernig nýta má 12 sporin til að
bæta líf sitt og líðan.
Posted on 29/09/2018, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0