Uppstigningardagur 5. maí: Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 14

bordar-himinn-geislar_0

Vér horfum allir upp til þín,
í eilíft ljósið Guði hjá,
þar sem að dásöm dýrð þín skín,
vor Drottinn Jesús, himnum á.
(Sb 170, Páll Jónsson).

 

Kirkjudagur aldraðra.
Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 14. Prestur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór eldri borgara syngur og leiðir almennan söng. Messuþjónar aðstoða.
Sungnir verða sálmar nr. 535, 30, 170, 22 og 476.

Að guðsþjónustu lokinni verður kaffi í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4.

Verið velkomin í kirkju.

Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni. Þannig hefur það verið frá því 1982 er herra Pétur Sigurgeirsson, þáverandi biskup Íslands, lagði það til á kirkjuþingi að dagur aldraðra yrði árlegur viðburður í kirkjum landsins og skyldi sá dagur vera uppstigningardagur. Markmið með slíkum degi er að lyfta upp og minna á það góða starf sem aldraðir sinna í kirkjunni.

Posted on 04/05/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: