Sunnudagurinn 3. janúar
Hátíðarguðsþjónusta verður í Bakkagerðiskirkju 3. janúar kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason þjónar, Bakkasystur syngja og Kristján Gissurarson organisti leikur nú við sína síðustu athöfn í kirkjunni. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir.
Jólatónleikar Egilsstaðakirkju verða sama dag, 3. janúar kl. 17:00. Kirkjukór, barnakór og kammerkór kirkjunnar koma fram ásamt Kór Vallaness og Þingmúla. Einnig verður orgelspil, einsöngur og almennur söngur. Ókeypis inn og allir velkomnir. Stjórnandi Torvald Gjerde.
Sjáumst sem flest og látum fallegu jólalögin hljóma í síðasta skipti þessi jól!
Posted on 02/01/2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0