
Category Archives: Uncategorized
Sunnudagurinn 9. nóvember
Egilsstaðakirkja:
Sunnudagaskóli kl. 10:30
Messa kl. 20:00. Sr. Jarþrúður Árnadóttir predikar og þjónar fyrir altari. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Organisti Sándor Kerekes. Meðhjálpari Guðrún María Þórðardóttir. Kvöldsopi eftir messu.
Seyðisfjarðarkirkja:
Sunnudagaskóli kl. 11:00.
Ljósastund í kirkjugarði Seyðisfjarðar kl. 20:00. Látinna minnst með þakklæti, kærleika og bæn. Sr. Sveinbjörn Dagnýjarson leiðir stundina. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur undir stjórn Hlínar Pétursdóttur Behrens.
Verið velkomin!
Helgihald fram undan
Sunnudagurinn 2. nóvember – Allra heilagra messa
Bakkagerðiskirkja: Messa kl. 14:00. Látinna minnst. Sr. Þorgeir Arason þjónar. Bakkasystur syngja. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Einsöngur Tinna Jóhanna Magnusson. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir.
Egilsstaðakirkja: Sunnudagaskóli kl. 10:30. Messa kl. 20:00 – Látinna minnst. Sr. Þorgeir Arason þjónar. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Organisti Sándor Kerekes. Meðhjálpari Jónas Þór Jóhannsson.
Seyðisfjarðarkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11:00.
Sunnudagurinn 9. nóvember – Kristniboðsdagurinn
Egilsstaðakirkja: Sunnudagaskóli kl. 10:30. Messa kl. 20:00. Sr. Jarþrúður Árnadóttir þjónar. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Organisti Sándor Kerekes. Meðhjálpari Guðrún María Þórðardóttir.
Seyðisfjarðarkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11:00. Ljósastund í kirkjugarðinum kl. 18:00 – Látinna minnst. Sr. Sveinbjörn Dagnýjarson þjónar. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur undir stjórn Hlínar P. Behrens.
Ljósamessa í Vallanesi 26. október
Sunnudaginn 26. október verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30 í Egilsstaðakirkju og kl. 11:00 í Seyðisfjarðarkirkju.
Að kvöldi sama dags verður ljósamessa í Vallaneskirkju kl. 20:00. Yfirskrift messunnar eru orð Jesú: „Þér eruð ljós heimsins“ og við beinum sjónum okkar að því hvernig við getum hleypt ljósi, umhyggju og blessun inn í tilvist þeirra sem verði á vegi okkar á lífsleiðinni. Stefán Sveinsson á Útnyrðingsstöðum flytur stutta hugvekju um efnið og við tendrum bænaljós í kærleika, von og minningu um þau sem voru ljós á vegi í lífi okkar. Prestur er Þorgeir Arason. Organisti er Sándor Kerekes og Kór Vallaness og Þingmúla syngur. Meðhjálpari er Guðrún María Þórðardóttir. Kaffisopi í kirkjunni eftir stundina. Verið velkomin.
Helgihald 19. október
Egilsstaðakirkja: Sunnudagaskólinn kl. 10:30.
Seyðisfjarðarkirkja: Fjölskyldumessa kl. 11:00. Sr. Sveinbjörn Dagnýjarson þjónar og Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur, Guðrún Veturliðadóttir leiðir tónlistina.
Áskirkja í Fellum: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Jarþrúður Árnadóttir þjónar og Kór Áskirkju syngur undir stjórn Drífu Sigurðardóttur organista.
Hjúkrunarheimilið Dyngja: Guðsþjónusta kl. 17 á Hamri (sal 3. hæð). Sr. Jarþrúður Árnadóttir þjónar og Kór Áskirkju syngur undir stjórn Drífu Sigurðardóttur organista.
Helgihald 12. október
Sunnudaginn 12. október er sunnudagaskólinn á sínum stað í Egilsstaðakirkju kl. 10:30 og í Seyðisfjarðarkirkju kl. 11:00.
Messa verður í Egilsstaðakirkju á sunnudagskvöldið kl. 20:00. Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari. Kór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Sándors Kerekes organista. Meðhjálpari Jónas Þór Jóhannsson. Kvöldsopi eftir messu.
Verum velkomin til kirkju!
Helgihald 5. október
Egilsstaðakirkja:
Sunnudagaskóli kl. 10:30
Bleik messa 5. október kl. 20:00
Hrefna Eyþórsdóttir frá Krabbameinsfélagi Austfjarða talar. Sr. Þorgeir Arason, Sándor Kerekes organisti og Kór Egilsstaðakirkju þjóna. Um að gera að mæta í bleiku! Kvöldsopi eftir messu. Velkomin til kirkju!
Seyðisfjarðarkirkja:
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Sveinbjörn Dagnýjarson, Hlín Pétursdóttir Behrens organisti og Kór Seyðisfjarðarkirkju þjóna. Velkomin til kirkju!
Útför: Ásta Þórleif Jónsdóttir
Útför Ástu Þórleifar Jónsdóttur verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag, mánudaginn 29. september, og hefst athöfnin kl. 14:00.
Stuðningshópur vegna missis

Sorgarhópur fyrir þá sem hafa misst náinn ástvin mun hefja göngu sínu þriðjudaginn 7. október kl. 17:30- 19:00. Samverurnar verða samfellt sex þriðjudaga í röð í Kirkjuselinu í Fellabæ.
Sr. Jarþrúður Árnadóttir og sr. Sveinbjörn Dagnýjarson leiða hópinn.
Skráning og upplýsingar hjá sr. Jarþrúði.
Öll velkomin.
jarthrudur@kirkjan.is / s: 823-4630







