Skriðuklaustur: Guðsþjónusta beggja siða 17. ágúst
Árleg samkirkjuleg útiguðsþjónusta á Skriðuklaustri verður haldin sunnudaginn 17. ágúst kl. 14.00, við rústir gömlu klausturkirkjunnar á Skriðu. Þetta er „guðsþjónusta beggja siða“ sem verið hafa ríkjandi í kristni í landinu, þ.e. kaþólska og lúterska kirkjan á Austurlandi standa í sameiningu að guðsþjónustunni í samvinnu við Gunnarsstofnun.
Sr. Sveinbjörn Dagnýjarson, Egilsstaðaprestakalli, predikar, sr. Pétur Kovácik sóknarprestur Hl. Þorlákssóknar á Austurlandi og sr. Þorgeir Arason, Egilsstaðaprestakalli, þjóna fyrir altari. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Almennur söngur. Meðhjálparar Friðrik Ingólfsson og Halla Auðunardóttir.
Verið velkomin til helgrar stundar á Skriðuklaustri og tilvalið er að njóta kaffihlaðborðs Klausturkaffis að guðsþjónustunni lokinni. (Mynd: Gunnarsstofnun.)
Posted on 11/08/2025, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd
Comments 0