Barnakór og Barnahljómsveit Egilsstaðakirkju
Barnakór og Barnahljómsveit Egilsstaðakirkju eru nú að byrja vetrarstarf sitt!
Barnakórinn:
Yngri hópur æfir sunnudaga kl. 10.00-10.20 (á undan sunnudagaskólanum), byrjar 6. október. Þar eru engin aldurstakmörk en gott að yngstu börnin hafi foreldra sína með.
Eldri hópur barnakórsins (2.-6. bekkur) æfir fimmtudaga kl. 17:30-18:15 í kirkjunni, byrjar 3. október. Kórinn syngur fjölbreytta tónlist og byrjar fljótlega að æfa aðventu- og jólalögin.
Barnahljómsveit Egilsstaðakirkju
æfir miðvikudaga kl. 15:30-16:15 í kirkjunni, byrjar 2. október. Þangað eru öll börn velkomin sem eru að læra á (eða kunna eitthvað á) hljóðfæri og vilja spila í hljómsveit.
Þátttaka í kórnum eða hljómsveitinni kostar ekkert en nauðsynlegt er að skrá börnin.
Stjórnandi Barnakórs og Barnahljómsveitar er Sándor Kerekes. Nánari upplýsingar: sandrj@freemail.hu eða bara með því að mæta á næstu æfingu.
Posted on 26/09/2024, in Uncategorized and tagged frettir, oflokkad. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.


Færðu inn athugasemd
Comments 0