Helgihald – Dymbilvika og páskar
24. mars, pálmasunnudagur:
Egilsstaðakirkja: Páskastund fjölskyldunnar kl. 10.30. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, Sándor Kerekes við hljóðfærið og leiðtogar sunnudagaskólans sjá um stundina. Eftir stundina er páskaeggjaleit, páskaföndur og veitingar.
Eiðakirkja: Fermingarmessa kl. 11.00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju.
25. mars, mánudagur:
Seyðisfjarðarkirkja: Páskastund fjölskyldunnar kl. 17.00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, Hlín Pétursdóttir Behrens við hljóðfærið og leiðtogar sunnudagaskólans sjá um stundina. Eftir stundina er páskaeggjaleit, páskaföndur og veitingar.
28. mars, skírdagur:
Egilsstaðakirkja: Fermingarmessa kl. 10.30. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, sr. Þorgeir Arason og Berglind Hönnudóttir svæðisstjóri æskulýðsmála þjóna. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju.
Vallaneskirkja: Passíusálmasöngur kl. 17.00. Umsjón: Hlín Pétursdóttir Behrens og sönghópur.
Egilsstaðakirkja: Helgistund og máltíð kl. 19.00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Atburða skírdagskvölds minnst með helgri stund og kærleiksmáltíð – kjötsúpu. Þau sem hafa tök á, greiða 2000 kr. fyrir súpuna (millifærsla eða peningur). Almennur söngur. Einsöngur: Matthías Þór Sverrisson.
29. mars, föstudagurinn langi:
Valþjófsstaðarkirkja: „Píslargangan í Fljótsdal“ kl. 11.00. Gengið frá Valþjófsstað í Skriðuklaustur og áð á leiðinni til lestra úr píslarsögunni og Passíusálmunum. Samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar og Egilsstaðaprestakalls.
Seyðisfjarðarkirkja: Passíusálmasöngur kl. 11.00. Umsjón: Hlín Pétursdóttir Behrens og sönghópur.
Egilsstaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 20.00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Karlahópur syngur.
30. mars, laugardagur fyrir páska:
Hjaltastaðarkirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir og söngfuglar leiða tónlistina. Dagskrá og veitingar í Hjaltalundi eftir stundina.
31. mars, páskadagur:
Egilsstaðakirkja: Árdegismessa kl. 8.00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju.
Seyðisfjarðarkirkja: Árdegismessa kl. 9.00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Kór Seyðisfjarðarkirkju.
Áskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju.
Fossahlíð, Seyðisfirði: Páskaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Kór Seyðisfjarðarkirkju.
Sleðbrjótskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna.
Eiðakirkja: Hátíðarmessa og ferming kl. 14.00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju.
Þingmúlakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Sándor Kerekes. Kór Vallaness og Þingmúla.
1. apríl, annar páskadagur:
Dyngja, Egilsstöðum: Páskaguðsþjónusta kl. 17.00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Organisti Sándor Kerekes. Kór Vallaness og Þingmúla.
Posted on 20/03/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.


Færðu inn athugasemd
Comments 0