Jólasálmakvöld í Áskirkju

Kór Áskirkju í Fellum býður til opinnar söngæfingar í Áskirkju með öllum góðu jólasálmunum, mánudaginn 18. desember kl. 20. Drífa Sigurðardóttir organisti leiðir og leikur undir. Hér er söngurinn í aðalhlutveri og talað mál í algjöru lágmarki.
Sálmarnir sem sungnir verða eru:
Kom, þú kom, vor Immanúel. 11
Ó Jesúbarn. 43
Guðs kristni í heimi, 1,3,4 og 5 erindi. 39a
Englakór frá himnahöll. 41
Nóttin var sú ágæt ein. 1,2,3 og 4 erindi. 30
Það aldin út er sprungið. 42
Bjart er yfir Betlehem. 53
Í Betlehem er barn oss fætt. 31
Ó hve dýrðleg er á sjá. 1,2,3 og 7 erindi. 61
Jesús þú ert vort jólaljós. 38
Sjá himins opnast hlið. 1, 4 og 6 erindi. 36
Í dag er glatt í döprum hjörtum. 1,2 og 5 erindi. 46
Heims um ból. 35
Verum innilega velkomin á þennan skemmtilega viðburð sem tryggir að við komumst í jólaskapið!
Posted on 17/12/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0