Eldri borgara guðsþjónusta á sunnudaginn kl. 14

Nú er komið að eldri borgara guðsþjónustu þetta vorið. Hún verður kl. 14 sunnudaginn 14. maí í Egilsstaðakirkju.

Sönghópur Eldri borgara í Hlymsdölum syngur undir stjórn Sigríðar Laufeyjar Sigurjónsdóttur. Meðhjálpari er Guðrún María Þórðardóttir og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar.

Eftir messu verður boðið upp á vöfflur og súkkulaði í safnaðarheimili kirkjunnar.

Verum öll innilega velkomin!

Posted on 09/05/2023, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd