Ljúfir tónar á Þorláksmessu

Það er yndisleg hefð í Egilsstaðakirkju að hafa opna tónlistarstund á kvöldi Þorláksmessu. Þá situr Sándor Kerekes organistinn okkar við hljóðfærin og leikur ljúfa tóna sem koma öllum í jólaskap.

Viðburðurinn er frá kl. 22 til 23 og fólk má koma og fara eins og því hentar. Verið velkomin!

Posted on 20/12/2022, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd