Egilsstaðakirkja sunnudaginn 2. febrúar

Egilsstaðakirkja

Sunnudagaskóli kl. 10:30 í Safnaðarheimili. Sr. Þorgeir, Torvald og leiðtogarnir sjá um stund þar sem gleðin er í fyrirrúmi, og Ragnheiður sér um hressingu fyrir alla í lokin.

Gospelmessa í kirkjunni kl. 20:00. Sr. Þorgeir Arason. Stúlknakórinn Liljurnar syngur undir stjórn Hlínar P. Behrens og Tryggvi Hermannsson verður við flygilinn. Kirkjukaffi.

Minnt er á að Biblíuleshópur hittist alla miðvikudaga til páska kl. 17:00-18:15 í Safnaðarheimili og fjallar saman um valda kafla í Jóhannesarguðspjalli. Allir velkomnir!

Posted on 29/01/2020, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd