Sunnudagurinn 29. september
Ássókn í Fellum – Kirkjuselið í Fellabæ

Kvöldmessa í Kirkjuselinu á léttum og ljúfum nótum kl. 20:00.
Drífa Sigurðardóttir og Kór Áskirkju leiða lofgjörðina. Þröstur Jónsson vitnar um trúna og lífið. Prestur sr. Þorgeir Arason. Meðhjálpari Bergsteinn Brynjólfsson. Kaffisopi eftir messu.Verið velkomin!
Egilsstaðakirkja
Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30. Brúður, fjörugur söngur og saga – litir og hressing í lokin. Umsjón hafa Aðalheiður, Guðný, Ragnheiður, Torvald við flygilinn og sr. Þorgeir.
Seyðisfjarðarkirkja
Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11:00.
Æðruleysismessa kl. 20:00. Guðrún Ásta Tryggvadóttir deilir reynslu styrk og von. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng, organisti Rusa Petriashvili. Meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.
Mánudagana 30. september og 7. október eru kynningafundir á 12 spora starfi Vinir í bata í Öldutúni kl. 19.00.
Posted on 23/09/2019, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0