
17. júní helgihald í prestakallinu

Egilsstaðakirkja
Hátíðarmessa fjölskyldunnar á þjóðhátíðardaginn kl. 10:30.
Skrúðganga fer frá kirkjunni strax að messu lokinni.
Sr. Jarþrúður Árnadóttir. Organisti Sándor Kerekes, kór Egilsstaðakirkju syngur.
Seyðisfjarðarkirkja
Hátíðarmessa fjölskyldunnar á þjóðhátíðardaginn kl. 15:00, við upphaf hátíðarhalda.
Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjónar og Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur. Hátíðardagskrá í garði við kirkju í framhaldinu.
Tónlistarstund – Musica Oriente
Í kvöld, þriðjudaginn 10. júní kl. 20:00, fara þriðju tónleikar sumarsins í röðinni Tónlistarstundir á Héraði fram í Egilsstaðakirkju. Þar flytur hópur hljóðfæraleikara sem búa á Austurlandi, Musica Oriente, tónlist frá endrurreisnar- og barrokktímanum. Stjórnarndi er Sándor Kerekes.
Aðgangur er ókeypis.
Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Múlaþingi, Tónlistarsjóði og Héraðsprenti.
Hvítasunnan í Egilsstaðaprestakalli
Hvítasunnan er ein af þremur stórhátíðum kristinnar kirkju, hátíð heilags anda og stofnhátíð kirkjunnar. Dagskráin í kirkjum Egilsstaðaprestakalls um komandi hvítasunnu er þessi:
7. júní, laugardagur fyrir hvítasunnu:
Þingmúlakirkja – Fermingarmessa kl. 13:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Sándor Kerekes. Kór Vallaness og Þingmúla.
8. júní, hvítasunnudagur:
Egilsstaðakirkja – Hátíðarmessa & Ferming kl. 10:30. Sr. Jarþrúður Árnadóttir og sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju.
Seyðisfjarðarkirkja – Hátíðarmessa & Ferming kl. 11:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Kór Seyðisfjarðarkirkju.
Eiðakirkja – Hátíðarmessa & Ferming kl. 14:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju.
Vallaneskirkja – Tónlistarstund kl. 20:00 að kvöldi hvítasunnudags. Sólveig Thoroddsen og Sergio Coto Blanco leika á lútu og hörpu. Aðgangur ókeypis. Sjá nánar hér.
9. júní, annar í hvítasunnu:
Sleðbrjótskirkja – Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Jarþrúður Árnadóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna.
Sjómannadagur 1. júní
Á sjómannadaginn, 1. júní kl. 11 verður guðsþjónusta við höfnina (ef veður leyfir, annars inni í kirkju). Bakkasystur leiða okkur í söng. Jón Ólafur Sigurðsson er organisti, prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir.
Áskirkja í Fellum
Fermingarmessa sunnudaginn 1. júní kl. 11.
Fermd verða: Baldur Þór Sigurgeirsson, Ólafur Snorri Garðarsson og Victoria Anna Sharam.
Kirkjukór Ásóknar syngur undir stjórn Drífu Sigurðardóttur.
Prestur er sr. Jarþrúður Árnadóttir og meðhjálpari Bergsteinn Brynjólfsson.
Bakkagerðiskirkja

Á sjómannadaginn, 1. júní kl. 11 verður guðsþjónusta við höfnina (ef veður leyfir, annars inni í kirkju). Bakkasystur leiða okkur í söng. Jón Ólafur Sigurðsson er organisti, prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir.
Seyðisfjarðarkirkja
Á sjómannadaginn, 1. júní verður guðsþjónusta kl. 20.00. Einsöng flytur Sigurður Jónsson. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir okkur í söng. Hlín Pétursdóttir Behrens er organisti, prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.
Uppstigningardagur – Dagur eldri borgara
Fimmtudagurinn 29. maí er uppstigningardagur, 40 dögum eftir páska. Í Þjóðkirkjunni er það einnig kirkjudagur eldri borgara.
Messa verður í Egilsstaðakirkju á uppstigningardag kl. 14:00. Hugvekju dagsins flytur Broddi Bjarnason. Sönghópur Hlymsdala syngur undir stjórn Sándors Kerekes organista. Einsöngur: Guðsteinn Fannar Jóhannsson. Sr. Þorgeir Arason þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er Jónas Þór Jóhannsson. Kirkjukaffi í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Verum öll velkomin til kirkju!
Tónleikar hjá kórum Egilsstaðakirkju
Tvennir tónleikar eru framundan í Egilsstaðakirkju hjá kórum kirkjunnar – efnisskráin er ólík en tónleikarnir eiga það sameiginlegt að vera mjög metnaðarfullir.
Fabriqué en France – Tónleikar Kammerkórs Egilsstaðakirkju sunnudaginn 4. maí kl. 17:00.
Í kynningu segiur: „Við erum stödd á kaffihúsi í Frakklandi. Vín og croissant ráða ríkjum þegar óvæntir atburðir eiga sér stað sem eiga eftir að hafa áhrif á alla viðstadda. Kammerkór Egilsstaðakirkju undir stjórn Sándor Kerekes flytja verk eftir frönsk tónskáld á borð við Pierre de la Rue, Clément Janequin og Jean-Philippe Rameau. Hvað sem gerist, er ekkert meira viðeigandi en að ljúka litla franska ævintýrinu með Requiem eftir Gabriel Fauré.“ Miðaverð 3000 kr.
Vortónleikar Kórs Egilsstaðakirkju fimmtudaginn 8. maí kl. 18:00.
Efnisskráin verður fjölbreytt og inniheldur bæði trúarleg og veraldleg kórlög úr ýmsum áttum, bæði í klassískum og léttum stíl, með vor- og sumarblæ. Mörg laganna eru vel þekkt, íslensk lög. Stjórnandi og undirleikari er Sándor Kerekes. Aðgangur ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum í ferðasjóð þar sem Kór Egilsstaðakirkju heldur einnig vortónleika í kirkjunni á Höfn í Hornafirði þann 17. maí nk.
Verið velkomin!
Páskastundir fjölskyldunnar í Egilsstaðakirkju og í Seyðisfjarðarkirkju
Páskastundir fjölskyldunnar eru orðnar að fastri hefði hjá okkur og ávallt vel sóttar. Í Egilsstaðakirkju verður hún á pálmasunnudag 13. apríl kl. 10:30.
Barnakór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Sándor Kerekes. Boðið verður upp á páskaföndur og páskaeggjaleit í lok stundar.
sr. Jarþrúður Árnadóttir leiðir stundina.
Og í Seyðisfjarðarkikju mánudaginn 14. apríl kl.17. Kór Seyðisfjarðarkikju leiðir söng og organisti er Hlín Pétursdóttir Behrens. Ísold Gná Sigríðar Ingvadóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir leiða stundina ásamt fermingarbörnum. Í lok stundar er páskaeggjaleit og að lokum verður öllum viðstöddum boðið í pizzur í safnaðarheimilinu.
Verið hjartanlega velkomin








