Author Archives: egilsstadakirkja

Páskastundir fjölskyldunnar í Egilsstaðakirkju og í Seyðisfjarðarkirkju

Páskastundir fjölskyldunnar eru orðnar að fastri hefði hjá okkur og ávallt vel sóttar. Í Egilsstaðakirkju verður hún á pálmasunnudag 13. apríl kl. 10:30.
Barnakór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Sándor Kerekes. Boðið verður upp á páskaföndur og páskaeggjaleit í lok stundar. 
sr. Jarþrúður Árnadóttir leiðir stundina.

Og í Seyðisfjarðarkikju mánudaginn 14. apríl kl.17. Kór Seyðisfjarðarkikju leiðir söng og organisti er Hlín Pétursdóttir Behrens. Ísold Gná Sigríðar Ingvadóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir leiða stundina ásamt fermingarbörnum. Í lok stundar er páskaeggjaleit og að lokum verður öllum viðstöddum boðið í pizzur í safnaðarheimilinu.

Verið hjartanlega velkomin

Páskastund fjölskyldunnar í Seyðisfjarðarkirkju

Pálmasunnudagur, 13. apríl

Egilsstaðakirkja: Páskastund fjölskyldunnar á pálmasunnudag, 13. apríl kl. 10:30.

Barnakór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Sándor Kerekes. Boðið verður upp á páskaföndur og páskaeggjaleit í lok stundar.

Sr. Jarþrúður Árnadóttir leiðir stundina.

Hjaltastaðarkirkja: Fjölskyldustund á pálmasunnudag kl. 14:00.

Söngfuglarnir syngja undir stjórn Sigríðar Laufeyjar Sigurjónsdóttur.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjónar.

Verið þið öll sömul hjartanlega velkomin í kirkjurnar!

Sunnudagurinn 30. mars

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 10:30. Rebbi og Mýsla, söngvarnir, biblíusagan, kirkjuleikfimin og hressingin á sínum stað!

Gospelmessa – Friðarmessa í Egilsstaðakirkju sunnudagskvöldið 30. mars kl. 20:00.

Yfirskriftin er „Praying for Peace“ eða „Biðjum fyrir friði“ í ljósi alls sem gengur á í heiminum þessi misserin.

Messan verður með alþjóðlegum blæ sem tákn um samstöðu fólks, sem kemur úr ólíkum áttum, til að vinna verk ljóssins. Þó að messan fari að mestu fram á íslensku mun fólk úr samfélaginu okkar einnig flytja bænir, lestra og söngva á ensku, rúmensku, úkraínsku, skosku, þýsku, spænsku, ungversku og fleiri tungumálum.

Kór Egilsstaðakirkju leiðir okkur í léttum gospelsöng og fallegum lögum undir stjórn Sándors Kerekes við hljómborðið, Tryggvi Hermannsson verður við trommurnar. Einsöngvarar Angelika Liebermeister, Eygló Daníelsdóttir og Borgar Vicentesson. Prestur er Þorgeir Arason og meðhjálpari Jónas Þór Jóhannsson.

Útför Kristjáns Gissurarsonar

Útför Kristjáns Gissurarsonar, organista frá Eiðum, verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag, mánudaginn 24. mars, og hefst athöfnin kl. 11:00. Sr. Davíð Baldursson, fv. prófastur, jarðsyngur.

Streymi frá útförinni má nálgast hér.

Kristján var organisti og söngstjóri við margar af kirkjusóknunum á Héraði og Borgarfirði, um lengri eða skemmri tíma við meirihluta þeirra kirkna, sem nú tilheyra Egilsstaðaprestakalli. Við sumar kirkjurnar starfaði hann áratugum saman.

Sóknarnefndir, söfnuðir, kórar, prestar og organistar í Egilsstaðaprestakalli senda ástvinum Kristjáns samúðarkveðjur með þakklæti og virðingu fyrir hans löngu og trúföstu þjónustu í þágu helgihalds og tónlistarlífs í kirkjunum.

Helgihald 23. mars

Sunnudagurinn 23. mars:

Sunnudagaskóli kl. 10:30 í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju. Sr. Jarþrúður, leiðtogarnir og Sándor við hljóðfærið stýra skemmtilegri stund fyrir börn á öllum aldri.

Guðsþjónusta á Dyngju kl. 16.00 (Hamri 3. hæð). Sr. Jarþrúður Árnadóttir. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju.

Messa í Kirkjuselinu Fellabæ kl. 17.00. Sr. Jarþrúður Árnadóttir predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju í Fellum syngur. Meðhjálpari Kristófer Hilmar Brynjólfsson. Verið velkomin!

Helgihald 16. mars

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili kl. 10:30

Flæðimessa kl. 20:00

Sr. Jarþrúður og sr. Þorgeir leiða stundina, sr. Sigríður Rún predikar.

Kór Egilsstaðakirkju leiðir sönginn, organisti Sándor Kerekes.

Fermingarbörn vorsins taka virkan þátt.

Kaffisala æskulýðsfélagsins Bíbí verður í Safnaðarheimilinu eftir messu til styrktar ferðasjóð þeirra (enginn posi)

Seyðisfjarðarkirkja:

Messa kl. 11:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens.

Unglingarnir í kirkjunni koma mikið við sögu í helgihaldi sunnudagsins

Pálína Haraldsdóttir

Útför Pálínu Haraldsdóttur verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju í dag 13. mars kl. 14.00.
Hægt er að fylgjast með streymi frá athöfninni hér

Helgihald 9. mars

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 10:30

Messa kl. 20:00

Prestur er sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju leiðir sönginn. Meðhjálpari Guðrún María Þórðardóttir. Lesarar Jóhanna Harðardóttir, Kristófer H. Brynjólfsson og Olga Sigþórsdóttir. Kvöldsopi í lokin.

Seyðisfjarðarkirkja:

Messa kl 11:00.

Kristjana Stefáns og söngnemendur sjá um tónlistina. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.

Verið velkomin til kirkju!