Messa og sunnudagaskóli 11. janúar
Sunnudaginn 11. janúar hefst sunnudagaskólinn á Egilsstöðum aftur kl. 10:30 og verður nú á vorönninni í Safnaðarheimilinu (gula húsið fyrir neðan kirkjuna) alla sunnudagsmorgna. Þorgeir, Sándor, Ragnheiður, Guðný og Elísa taka vel á móti börnunum með söng og góðan boðskap og Rebbi og Mýsla rata að öllum líkindum á svæðið!
Messa í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 11. janúar kl. 20:00. Fyrsta messa ársins. Sr. Þorgeir Arason þjónar. Organisti Sándor Kerekes. Félagar úr Kór Egilsstaðakirkju leiða almennan söng.
Verið velkomin!
Posted on 08/01/2026, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd
Comments 0