Sunnudaginn 26. október verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30 í Egilsstaðakirkju og kl. 11:00 í Seyðisfjarðarkirkju.
Að kvöldi sama dags verður ljósamessa í Vallaneskirkju kl. 20:00. Yfirskrift messunnar eru orð Jesú: „Þér eruð ljós heimsins“ og við beinum sjónum okkar að því hvernig við getum hleypt ljósi, umhyggju og blessun inn í tilvist þeirra sem verði á vegi okkar á lífsleiðinni. Stefán Sveinsson á Útnyrðingsstöðum flytur stutta hugvekju um efnið og við tendrum bænaljós í kærleika, von og minningu um þau sem voru ljós á vegi í lífi okkar. Prestur er Þorgeir Arason. Organisti er Sándor Kerekes og Kór Vallaness og Þingmúla syngur. Meðhjálpari er Guðrún María Þórðardóttir. Kaffisopi í kirkjunni eftir stundina. Verið velkomin.

Færðu inn athugasemd
Comments 0