Minningar- og kyrrðarstund 10. september

Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er 10. september. Hér á landi er hann einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi og hluti af geðræktarátakinu Gulur september. Að vanda verður minningar- og kyrrðarstund í Egilsstaðakirkju kl. 20.00 að kvöldi 10. september sem í ár ber upp á miðvikudag.

Að þessu sinni mun Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir sálfræðingur flytja okkur hugvekju um efnið Sorgin eftir sjálfsvíg. Hljómsveitin Pondrók mun einnig töfra fram fallega tónlist, sr. Jarþrúður Árnadóttir flytur stutta hugleiðingu og sr. Þorgeir Arason leiðir stundina. Við tendrum kertaljós í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Að stundinni lokinni verður boðið upp á kvöldsopa og hægt verður að skrá sig í stuðningshóp vegna ástvinamissis. Verið öll velkomin í Egilsstaðakirkju.

Posted on 08/09/2025, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd