Bakkagerðiskirkja: Kvöldmessa 20. ágúst

Kvöldmessa á síðsumri verður haldin í Bakkagerðiskirkju, Borgarfirði eystri, miðvikudaginn 20. ágúst kl. 20:00.

Sr. Sveinbjörn Dagnýjarson þjónar, en hann er nýkominn til starfa sem prestur í afleysingu hér í Egilsstaðaprestakalli næsta árið, og verður þetta hans fyrsta guðsþjónusta í prestakallinu. Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgel og stýrir söngnum sem Bakkasystur leiða að vanda. Meðhjálpari er Kristjana Björnsdóttir.

Verum velkomin í Bakkagerðiskirkju.

Posted on 18/08/2025, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd