Klyppstaðarkirkja 130 ára
Sunnudaginn 20. júlí verður árleg sumarmessa í Klyppstaðarkirkju en í ár fagnar kirkjan 130 ára afmæli.

Bakkasystur leiða almennan safnaðarsöng, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson og meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir.
Sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup í Hólastifti, prédikar og lýsir blessun og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur í Austurlandsprófastsdæmi, þjónar fyrir altari.
Eftir messu er boðið upp á kaffi og meðlæti í skála ferðafélags Fljótsdalshéraðs.
Athugið að það þarf að áætla um 1,5 klst. akstur frá Borgarfirði eystra. Vegurinn er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum.

Posted on 18/07/2025, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0