Tónleikar hjá kórum Egilsstaðakirkju

Tvennir tónleikar eru framundan í Egilsstaðakirkju hjá kórum kirkjunnar – efnisskráin er ólík en tónleikarnir eiga það sameiginlegt að vera mjög metnaðarfullir.

Fabriqué en France – Tónleikar Kammerkórs Egilsstaðakirkju sunnudaginn 4. maí kl. 17:00.

Í kynningu segiur: „Við erum stödd á kaffihúsi í Frakklandi. Vín og croissant ráða ríkjum þegar óvæntir atburðir eiga sér stað sem eiga eftir að hafa áhrif á alla viðstadda. Kammerkór Egilsstaðakirkju undir stjórn Sándor Kerekes flytja verk eftir frönsk tónskáld á borð við Pierre de la Rue, Clément Janequin og Jean-Philippe Rameau. Hvað sem gerist, er ekkert meira viðeigandi en að ljúka litla franska ævintýrinu með Requiem eftir Gabriel Fauré.“ Miðaverð 3000 kr.

Vortónleikar Kórs Egilsstaðakirkju fimmtudaginn 8. maí kl. 18:00.

Efnisskráin verður fjölbreytt og inniheldur bæði trúarleg og veraldleg kórlög úr ýmsum áttum, bæði í klassískum og léttum stíl, með vor- og sumarblæ. Mörg laganna eru vel þekkt, íslensk lög. Stjórnandi og undirleikari er Sándor Kerekes. Aðgangur ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum í ferðasjóð þar sem Kór Egilsstaðakirkju heldur einnig vortónleika í kirkjunni á Höfn í Hornafirði þann 17. maí nk.

Verið velkomin!

Posted on 02/05/2025, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd