Páskastundir fjölskyldunnar í Egilsstaðakirkju og í Seyðisfjarðarkirkju
Páskastundir fjölskyldunnar eru orðnar að fastri hefði hjá okkur og ávallt vel sóttar. Í Egilsstaðakirkju verður hún á pálmasunnudag 13. apríl kl. 10:30.
Barnakór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Sándor Kerekes. Boðið verður upp á páskaföndur og páskaeggjaleit í lok stundar.
sr. Jarþrúður Árnadóttir leiðir stundina.
Og í Seyðisfjarðarkikju mánudaginn 14. apríl kl.17. Kór Seyðisfjarðarkikju leiðir söng og organisti er Hlín Pétursdóttir Behrens. Ísold Gná Sigríðar Ingvadóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir leiða stundina ásamt fermingarbörnum. Í lok stundar er páskaeggjaleit og að lokum verður öllum viðstöddum boðið í pizzur í safnaðarheimilinu.
Verið hjartanlega velkomin
Posted on 11/04/2025, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd
Comments 0