Sunnudagurinn 30. mars
Egilsstaðakirkja:
Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 10:30. Rebbi og Mýsla, söngvarnir, biblíusagan, kirkjuleikfimin og hressingin á sínum stað!
Gospelmessa – Friðarmessa í Egilsstaðakirkju sunnudagskvöldið 30. mars kl. 20:00.
Yfirskriftin er „Praying for Peace“ eða „Biðjum fyrir friði“ í ljósi alls sem gengur á í heiminum þessi misserin.
Messan verður með alþjóðlegum blæ sem tákn um samstöðu fólks, sem kemur úr ólíkum áttum, til að vinna verk ljóssins. Þó að messan fari að mestu fram á íslensku mun fólk úr samfélaginu okkar einnig flytja bænir, lestra og söngva á ensku, rúmensku, úkraínsku, skosku, þýsku, spænsku, ungversku og fleiri tungumálum.
Kór Egilsstaðakirkju leiðir okkur í léttum gospelsöng og fallegum lögum undir stjórn Sándors Kerekes við hljómborðið, Tryggvi Hermannsson verður við trommurnar. Einsöngvarar Angelika Liebermeister, Eygló Daníelsdóttir og Borgar Vicentesson. Prestur er Þorgeir Arason og meðhjálpari Jónas Þór Jóhannsson.
Posted on 29/03/2025, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd
Comments 0