Áskirkja – Innsetningarmessa 9. feb.
Messa í Áskirkju í Fellum sunnudaginn 9. febrúar kl. 14:00, þar sem prófastur Austurlandsprófastsdæmis, sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, mun setja sr. Jarþrúði Árnadóttur inn í embætti prests í Egilsstaðaprestakalli.
Sr. Jarþrúður predikar og þjónar fyrir altari ásamt prófasti og sr. Þorgeiri Arasyni sóknarpresti.
Kór Áskirkju syngur, organisti og söngstjóri er Drífa Sigurðardóttir. Áslaug Sigurgestsdóttir leikur á þverflautu.
Fulltrúar sóknarnefndar Ássóknar lesa ritningarlestra. Meðhjálpari er Bergsteinn Brynjólfsson. Kristófer Hilmar Brynjólfsson mun einnig lesa og aðstoða við helgihaldið.
Að athöfn lokinni býður sóknarnefnd Ássóknar til kaffisamsætis í Kirkjuselinu í Fellabæ. Verið öll innilega velkomin!
Posted on 07/02/2025, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd
Comments 0