Týndu jólasveinarnir – Söngleikur
Barnakór og Barnahljómsveit Egilsstaðakirkju sýna jólasöngleikinn „Týndu jólasveinarnir“ í kirkjunni á föstudaginn, 20. desember kl. 17:00. Þetta er nýr söngleikur eftir Sándor Kerekes tónlistarstjóra kirkjunnar, sem er jafnframt leikstjóri. Um er að ræða stutta en skemmtilega sýningu fyrir alla fjölskylduna þar sem íslensku jólasveinarnir komast í hann krappan en kynnast líka boðskapnum um fæðingu Jesú. Við erum öll velkomin á sýninguna og aðgangur er ókeypis.

Posted on 18/12/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.
Færðu inn athugasemd
Comments 0