Fyrsti sunnudagur í aðventu

  1. desember er fyrsti sunnudagur í aðventu. Þá verður mikið um að vera í kirkjustarfinu:

Egilsstaðakirkja:

Aðventustund fjölskyldunnar kl. 10:30. Barnakór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Sándors Kerekes organista. Við syngjum líka mikið saman, kveikjum á fyrsta aðventukertinu og Mýsla og Rebbi láta sig ekki vanta. Skemmtilegt jólaföndur í boði. Heitt súkkulaði og smákökur eftir stundina. Sr. Þorgeir Arason þjónar ásamt leiðtogum sunnudagaskólans og fermingarbörnum. Meðhjálpari Guðrún María Þórðardóttir.

Litið ljós, lítið hljóð. Tónleikar Kammerkórs Egilsstaðakirkju kl. 20:00. Flutt verða falleg aðventu- og jólalög í útsetningum Gunnars Gunnarssonar. Gestur okkar er Valbjörn Snær Lilliendahl – gítarleikari. Stjórnandi Sándor Kerekes. Aðgangseyrir 2.500 kr. en 1.500 kr. fyrir nema, öryrkja og eldri borgara.

Seyðisfjarðarkirkja:

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjónar. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur undir stjórn Hlínar Pétursdóttur Behrens organista. Meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson. Ísold Gná Ingvadóttir leiðir sunnudagaskólann ásamt aðstoðarleiðtogum.

Hjaltastaðarkirkja:

Aðventuhátíð Eiða- og Hjaltastaðarsókna kl. 16:00. Söngfuglar og Barna- og unglingakór Hjaltastaðarkirkju syngja með hljóðfæraleikurum. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiðir stundina ásamt fermingarbörnum. Sólveig Björnsdóttir rifjar upp aðstæður um jól á bernskuárum sínum. Heitt súkkulaði og smákökur í kirkjunni í lok stundarinnar.

Posted on 29/11/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd