Sorgin og jólin – Samvera 21. nóv. kl. 17:00 í Kirkjuselinu Fellabæ

Aðventan og jólin nálgast. Sá tími reynist mörgum erfiður og sár sem misst hafa ástvini sína. Tími sem oft markast af samveru fjölskyldu og vina, en einnig af söknuði og minningum.

Að venju bjóða söfnuðirnir á Héraði upp á samveru tileinkaða missi og sorg í nánd jólahátíðarinnar. Að þessu sinni verður samveran fimmtudaginn 21. nóvember kl. 17.00 í Kirkjuselinu í Fellabæ (sama hús og íþróttahúsið, aðkoma að norðan).

Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, mun flytja erindi um efnið, en hún á að baki áratuga reynslu í sálgæslu og hefur m.a. verið hópstjóri hjá Sorgarmiðstöð og kennt námskeið um áföll og sálgæslu við Endurmenntun Háskóla Íslands. Tækifæri gefst til spurninga og samtals. Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar flytur tónlist og við tendrum kertaljós í minningu og von. Kaffisopi í lokin.

Prestar Egilsstaðaprestakalls halda utan um stundina og bjóða ykkur innilega velkomin.

Posted on 18/11/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd