Tónlistarmessa 17. nóvember

Egilsstaðakirkja – Sunnudagurinn 17. nóvember:

Sunnudagaskóli kl. 10:30

Tónlistarmessa kl. 20:00.

Söngnemar í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum og Tónlistarskólanum í Fellabæ koma fram, en kennarar þeirra eru Hlín Pétursdóttir Behrens og Margrét Lára Þórarinsdóttir. Einsöngvarar verða að þessu sinni: Auður Jónsdóttir, Ásdís Sigríður Björnsdóttir og Guðrún Sóley Guðmundsdóttir og sönghópur nemenda kemur einnig fram. Kór Egilsstaðakirkju syngur einnig og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Sándors Kerekess organista. Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari. Meðhjálpari Jónas Þór Jóhannsson. Lesari Eydís Bjarnadóttir. Fermingarbörn aðstoða við stundina. Kaffisopi eftir messu.

Verið velkomin!

Posted on 15/11/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd