Sunnudagurinn 3. nóvember

Helgihald í Egilsstaðaprestakalli á allra heilagra messu, sunnudaginn 3. nóvember:

Áskirkja í Fellum:

Messa kl 11.00. Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina. Kór Áskirkju leiðir söng. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Prestur Sigríður Rún, fermingarbörn aðstoða í stundinni. Meðhjálpari Bergsteinn Brynjólfsson. 

Seyðisfjarðarkirkja:

Hræðilega skemmtilegur sunnudagaskóli kl.11. Biblíusaga um ljósið, kirkjubrúður og söngur. Umsjón hafa Ísold Gná og leiðtogaefni. Myrkar veitingar eftir stundina.  

Minningarstund kl. 18.00 í kirkjugarðinum á Seyðisfirði (færum stundina inn í kirkju ef viðrar illa). Kórinn leiðir okkur í söng undir stjórn Hlínar P. Behrens. Sr. Sigríður Rún leiðir stundina. Meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson. Kveikjum á kertum og leggjum á leiði látinna ástvina (við verðum með sérstakan stað fyrir þau sem ekki eru jarðsett í garðinum á Seyðisfirði). 

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskóli kl. 10.30. Umsjón hafa Þorgeir, Sándor, Guðný, Ragnheiður og fermingarbörn.Vallaneskirkja:

Ljósamessa kl. 20:00. Allra heilagra messa – Látinna minnst og kertaljós tendruð í minningu og von. Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson þjónar. Organisti: Sándor Kerekes. Kór Vallaness og Þingmúla syngur.

Verum velkomin til kirkju!

Posted on 28/10/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd