Boðið til SálmaVals – Syngjum saman!
Boðið til SálmaVals: Syngjum saman – Óskalagakvöld á Ormsteiti!
Sunnudaginn 22. september kl. 20:00 – á lokakvöldi Ormsteitis – bjóðum við til SálmaVals – óskalagakvölds og samsöngs í Egilsstaðakirkju. Þau sem koma til kirkju fá afhentan lista með 50 sálmum og 50 þekktum lögum úr ýmsum áttum, íslenskum og erlendum. Síðan syngjum við saman í um klukkustund þau lög og sálma sem þátttakendur óska eftir.
Sándor Kerekes tónlistarstjóri kirkjunnar verður við flygilinn og töfrar fram tóna af sinni þekktu snilld. Sóknarprestur leiðir stundina og sönginn. Aldrei að vita nema leynigestur taki lagið. Við erum öll velkomin og enginn aðgangseyrir.
Posted on 18/09/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd
Comments 0