Kyrrðarstund 10. september kl. 20:00

10. september er Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga og er einnig hér á landi tileinkaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Að venju verður kyrrðarstund í Egilsstaðakirkju kl. 20.00 að kvöldi 10. september, en í ár ber daginn upp á þriðjudag.

Benedikt Þór Guðmundsson verkefnastjóri hjá Píeta-samtökunum flytur hugvekju þar sem hann deilir reynslu sinni sem aðstandandi eftir sjálfsvíg, og segir frá Píeta. Úlfar Trausti Þórðarson og Sándor Kerekes flytja okkur fallega tónlist. Prestar Egilsstaðaprestakalls leiða stundina og flytja íhugunarorð. Viðstöddum gefst kostur á að tendra kertaljós í minningu, von og bæn.

Kaffisopi eftir stundina. Verið innilega velkomin.

Posted on 06/09/2024, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd